<$BlogRSDURL$>

Friday, March 24, 2006

ég á ekki til orð. Hvenær og hvernig endar þetta allt saman... nú er komið upp eitt enn kostatilboð um utanlandsferð! og það sem meira er, borgað að hálfu eða öllu leyti! Það er of gott til að neita.. en hvernig á maður að geta valið milli 5 utanlandsferða??? ég bara spyr! Ég veit.. bara lúxusvandamál.. en samt smá vandamál!
Annars er lítið að frétta, bara rembist við að skrifa og klára ritgerð, halda mér svona þokkalegri,og læt mig dreyma um ævintýri sumarsins. Það er eina ráðið núna!
Gott að hafa eitthvað að reyna að hlakka til, þegar flest annað virðist vera að hrynja saman..lífið virðist svo erfitt og tilgangslaust stundum...!
Það birtir þó væntanlega til um síðir.. gerir það venjulega, svo er voða huggulegt að hafa foreldra sína í heimsókn.
Vona að þið eigið sem allra besta helgi!
|

Sunday, March 19, 2006

Það er dáltið erfitt að skrifa B.A ritgerð.. held alltaf að það gangi svo vel,sem það gerir alveg, en það gengur samt svo hægt!Svo er ég svo léleg að halda einbeitingu,og þarf stundum að lesa sömu blaðsíðuna 38 sinnum til að skilja enskuna! en þetta hefst nú samt örugglega allt saman!
Árshátíð kápugengisins var í gær,hófst á Afró sprelli, nokkrar fóru í keilu og svo brunuðum við í Bláa lónið. Svo var rosa fínt boð hjá Ásu, með pizzu og snittum og fíneríi.. og fordrykk. Ég var nú ekkert sérstaklega hress reyndar,sýndi ekki djammhliðina sem ég á til, heldur var sú fyrsta til að yfirgefa partýið, og fór beint heim að sofa. Enda er ég í dag full af kvefi, tárast hvað eftir annað útaf hnerra og búin að taka höfuðverkjatöflur til að geta horft á skjáinn og skrifað ritgerð og lesið.
Annars er líkamlegt ástand mitt allt að koma til eftir hjólaslysið sem ég lenti í á fimmtudaginn..ég var í sakleysi mínu að hjóla á gangstétt á Frakkastíg held ég frekar en Vitastíg, þar sem ég sé alltí einu bíl birtast milli tveggja húsa, og ég snarbremsa, sem dugir ekki til og ég fer beint inní hliðina á bílnum og velt af. Ég hugsa með mér að nú er ég örugglega handleggsbrotin á báðum höndum, en sem betur fer hlaut ég ekki annað en riiiisastórt mar á lærinu og nokkra litla marbletti hér og þar.Konan í bílnum miður sín, ekki vön því að mæta fólki á þessum stað, en það er ómögulegt að sjá að þarna sé inn-/útkeyrsla nema þegar maður er kominn framhjá. En ég sú hrausta, tók mig til og labbaði bara heim,enda fann ég hvergi til þá.Hinsvegar þurfti ég að bera hjólið nánast sem skekktist allt eftir áreksturinn, og uppskar verki í hendurnar sem eru samt óðum að jafna sig líka.Núna síðustu daga hef ég verið með harðsperrur í hverjum einasta litla vöðva í öllum líkamanum. Þýðir það að þetta hafi tekið svona á? hlýtur að vera! En þeir eru allir að lagast, og er mun betri í dag. Finn samt fyrir þeim öllum ennþá, en eftir þennan hvíldardag ætti ég nú að vera mjög hress á morgun!
"Leyndarmálið" sem ég skrifaði um síðast er svosem alls ekkert leyndarmál..ég bara veit ekki enn hvort af þessu verður, og þess vegna vil ég ekki hlakka til strax.Málið er það að ég fann svo skemmtilegt prógram í Afríku sem ég er að spá í að fara í. Það gengur útá að vinna á barnaheimili og sjá um börnin, og það sem heillar mig mest, er að það er mikill möguleiki á skapandi vinnu, ss að spila tónlist með börnunum og svona.. hljómar það ekki vel? Svo er þetta í Ghana,svo þá mundi ég reyna að komast í smá dans. Þetta er svona varaplanið þar sem ég hef enn ekki fengið ferðafélaga sem ég hef alltaf verið að bíða eftir. Ég get frestað þessum um ókominn tíma, 2-3 ár eða svo, en mig langar svo að drífa í þessu..er alltaf að fresta þessu, og finnst ég þurfa aðeins svona "endurnæringu". en þetta eru allavega pælingarnar núna...
Annars er ekkert meira held ég í fréttum í þetta sinn..
Fariði varlega á hjólunum ykkar..það getur verið stórhættulegt.
Kveðja...
|

Saturday, March 11, 2006

Þetta er náttúrlega engin frammistaða í blogginu.. en það er ágætt að hafa þetta svona.. halda fólki spenntu eða eitthvað.. æ ...
en til að updeita..
Sýningin gekk þokkalega..pínkulítið svið og ekki hægt að gera þetta almennilega,en stemmingin rosa góð og stappað af fólki!
ég fór norður um síðustu helgi, rosalega fínt.. byrjaði á BA ritgerðinni, sem á alveg eftir að reddast, gengur hægt svona til að byrja með, en þetta kemur allt saman. Held ég verði mjög einangruð svona næstu vikur, þarf að skrifa þessa ritgerð,skrifa um prógram og texta um verkin fyrir tónleikana, og svo senda inn efni í útskriftarbókina, sem ég skil ekki alveg. Svo kemur páskafrí og svo er bara að líða að tónleikum.
Annars er hugurinn á ferð og flugi.. er með svo margar hugmyndir í hausnum. Fékk brilljant hugmynd fyrir sumarið, en ég segi frá því eftir helgi þegar ég veit meira um það. Þarf aðeins að fá nokkra hluti á hreint og spá og spekúlera..er orðin alltof spennt fyrir þessu áður en ég veit hvort það gangi upp..!
Eruði ekki spennt að vita;)
Það eru svo margar freistingar.. Tobba að skipuleggja vinaferð til Spánar.. og svo er Búlgaría.. og ég bíð eftir svari frá námskeiðinu á Ítalíu, Búlgaría og mér boðið í rosa garden-partý í London... Hvað á maður að velja.. og draga mörkin??? og svo hið leynda...
jahérna.. spennandi tímar...! hef ekki mjög mikið annað að segja frá.. er á leið í afmæli..hef eiginlega ekki tíma til þess..en er ekki málið að lyfta sér smá upp og kíkja uppúr skólabókunum..þarf maður nokkuð að hafa samviskubit yfir því.. verð samt dugleg á morgun..lofa!
Góða helgi!
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com