<$BlogRSDURL$>

Sunday, June 27, 2004

Mér fannst allt í einu vera kominn tími til ad skrifa..
Vikan var bara fín! Ég átti frí á thridjudaginn svo ég rølti í bæinn og versladi nótur og settist á kaffihús med bók og átti "quality time" med sjálfri mér:) Svo fór ég og æfdi mig og fór svo í heimsókn til Selmu..hún kláradi prófin thann dag.Svo fór ég med Stínu á tónleika um kvøldid,mjøg næs. Vann svo bara allan midvikudaginn og meiri hlutann af fimmtudeginum. Svo komu nokkrir vinir okkar og bordudu hjá okkur á fimmtudagskvøldid og ég bjó til thessa dýrindispizzu sem allir hrósudu mikid:D Svo hitti ég Selmu, Øldu og Stínu á kaffihúsi og vid sátum og spjølludum. Mjøg næs. Á føstudagskvøldid var svo risa partý hjá einum strák úr trommuhópnum. Hann býr saman med nokkrum í stóru húsi med stóórum gardi.Thad var fyrst grillad og bordad rosalega gódan mat, bædi kjøt og humar og salat og fullt af heimabøkudu braudi..thad voru ørugglega 40 manns ad borda. Vid sátum bara úti og spjølludum, thad var ædi! Svo var kveikt bál í gardinum og sungid og svo eftir thad var sett á danstónlist og alles! Thad var búid ad búa til thetta rosa dansgólf og bar thar sem hægt var ad kaupa allskonar drykki. Já.. thetta var á sama stad og partýid sem var haldid eftir karnevalid .. fyrir thá sem fylgjast vel med;) En thetta var eiginlega haldid í tilefni ad Sankt Hans dag.. sem ég veit ekki alveg hvad stendur fyrir. ég ætladi sko svoleidis ad dansa og skemmta mér tharna, en ég freistadist of mikid á barnum,, thad var svo langt sídan ég hafdi fengid White Russian ad ég skáladi vid of marga. .og their voru ansi sterkir! Svo thad endadi med thví ad ég var ordin svo ruglud ad ég ákvad bara ad láta mig hverfa..svo ég fór bara heim í rúmid í stadinn fyrir ad meika thad á dansgólfinu;) Á laugardaginn eftir vinnu fór ég svo til Aarhus med Peter. Thad var ansi skrautleg ferd! Peter fór um morguninn en ég um kvøldid.Í lestinni fóru tveir bandarískir strákar ad tala vid mig .. their høfdu verid á bakpokaferdalagi um Evrópu í 7 vikur og voru á leidinni heim. Ég sat og spjalladi vid thá og spiladi vid thá á leidinni..mjøg næs. Svo hjálpadi ég theim ad finna gistingu í Aarhus. Svo fór ég med strætó thangad sem foreldrar Peters búa, thau búa adeins fyrir utan Aarhus. Nema hvad ad ég fór alltof langt med strætónum og endadi á thví ad fara hring alla leid á endastødina og aftur tilbaka,sem tók einn og hálfan tíma í stadinn fyrir 15 mín.!!!! Ekkert smá pirrandi!! En ég fékk pønnukøkur og raudvín heima hjá Peter og pabba hans svo thad bætti thetta pínu upp!! Svo tekur bara vid vinna á morgun.. eins og venjulega.
Thetta var semsagt yfirlit vikunnar ad thessu sinni...vona bara ad thid séud hress.. nenni eiginlega ekki ad skrifa meir núna... sorrý..!!
Knús í klessu.. Lubbs
|

Monday, June 21, 2004

hæ hæ:)
Skemmtileg og "strembin" helgi búin...
Ég kom heim frá Hamborg seint í gærkvøldi.. eda kl rúmlega 1 í nótt. Thad var roosalega gaman!
En ég ætla ad útskýra af hverju ferdin var strembin. Ég var á sumargledi, eda svona lokasumarballi í skólanum mínum á føstudagskvøldid. Ég var mætt thangad kl 9 um kvøldid og hitti fullt af krøkkum sem ég hafdi ekki séd sídan ég flutti hédan.. ótrúlega gaman ad sjá thau aftur. Svo bara vorum vid á barnum og dansgólfinu til skiptis, og á spjalli vid alla møgulega! Ekkert smá gaman! Og audvitad voru nokkrir strákar tharna sem sneru manni maaarga hringi um dansgólfid eins og dønskum strákum einum er lagid! Og vil ég thar helst nefna Morten vin minn sem var sjúklega gaman ad dansa vid!! Ég get ekki bedid eftir ad fara med honum ad dansa aftur!! En já.. svo fór ég med Søru vinkonu minni úr skólanum í bæinn og vid dønsudum adeins og systir hennar var smá med okkur. Svo ætladi ég nú bara ad vera skynsøm stúlka og fara heim um hálf 3 svona til ad ná adeins svefni fyrir Hamborgarferdina,rútan átti ad fara kl.8 um morguninn...! En thegar ég var á leidinni út af stadnum, kom Marie vinkona hennar Stínu og nádi í mig thví hún hafdi séd mig og fór med mig á stadinn á móti og thar sat Stína og nokkrir vinir hennar. Thá vard ég ad setjast og drekka øl med henni og svona og taka nokkra dansa med theim. Svo bara vard klukkan allt í einu 5 og rúmlega thad svo thá ákvad ég nú ad tølta heim og leggja mig adeins. En thad vard ekkert tølt... ég svoleidis valt heim.. enda búin ad innbyrgda ansi gott magn af alkóhóli..svo ekki sé meira sagt..! Svo ég nádi ad sofa í tæpa 2 tíma ádur en Peter vakti mig med sólskinsbrosi og spurdi hvort ég ætladi ekki í bad. Ég nádi hintinu og gerdi thad og mætti mjøg "frísk" til leiks og hélt med rútunni til Hamborgar.En ég gat nú sofid smá á leidinni! En thegar vid komum thangad løgdumst vid mørg til hvílu til ad safna krøftum. Um kvøldid fórum vid á thýskt Kneipe..og dønsudum fyrir utan med slatta af áhorfendum og fengum mat í stadinn ókeypis:) Um kvøldid fórum vid svo á bar thar sem nokkrir voru ad spila saman djass og skemmta sér.
Á sunnudagsmorguninn vorum vid svo vakin kl 8 til ad fara í morgunmat, og strax thar á eftir vorum vid málud í framan og gerdum okkur klár fyrir skrúdgønguna. Vid æfdum úti og vorum svo í skrúdgøngu í ansi langan tíma.. held ad thad hafi verid nálægt 3 tímum.. En thad voru 60 grúppur og vid vorum fyrst og leiddum skrúdgønguna..! Thad var ædi.. rosa upplifun! Svo vorum vid med smá show í lokin, og allir hinir svo á eftir. Svo var bedid eftir úrslitum.. sem urdu svosem ekkert spes fyrir okkur.. lentum ekki í neinu sæti núna.. (lentum í .sæti í fyrra). En svo var bara farid heim aftur med rútunni. Svo thetta var bara rosa fín ferd!Mjøg hyggelig! Svo var bara vinna eins og venjulega í dag.. var samt ansi threytt og ekki mjøg vel uppløgd. Ég get vel trúad thví ad margir séu slappir eftir thessa ferd, thad var svoooo kalt á tímabili medan vid vorum ad bída eftir úrslitunum, og vid bara í stuttum pilsum og stuttum stuttermabolum..!
OG HEY JÁ...!!!gleymdi ad segja frá fyndnu upplifuninni minni!!! Vid stódum tharna ad horfa á hinar grúppurnar og vorum alveg ad frjósa úr kulda..! Ég var ørugglega blá á vørunum.. svo fór einn madur ad tala vid mig.. veit reyndar ekki hvad hann var ad segja.. hann var alltaf ad brosa til mín og babla eitthvad á thýsku held ég.. hann var reyndar pottthétt heldur ekki thýskur thví hann sagdi allavega eitthvad annad skrítid líka á ødru máli.. ég brosti bara á móti og sagdi "ja" og "danke" ;P Svo mætti ég honum rétt vid einhvern lítinn sølubás thar sem hann kom med svona líka thykka og fína úlpu handa mér og lét mig hafa og krafdist ad ég mundi fara í. Ég gat ekki annad en sagt já,hann var svo æstur í thad og mér var ííískalt! Svo fengu fleiri ad njóta góds af henni! Svo fór ég ad reyna ad finna hann thegar vid vorum ad fara og sólin var farin ad skína og ordid heitt.. thá bara vildi hann alls ekki fá hana til baka og gaf mér hana bara! Hann babladi bara eitthvad meir og sagdi "nein, nein..no no! Help..you take" svo ég vard úlpu ríkari! Svo bara brosti hann meira og horfdi á eftir mér fara med hana.... Mér fannst hann samt pínu skrítinn svona.. en ég sagdi bara takk og fór. Svo sá ég hann aftur og hann stód ennthá og brosti til mín.. :S Thetta var skondid....!
En ég er ad spá í ad fara ad sofa...
Hafid thad gott .. knús... Lubbs
|

Friday, June 18, 2004

HÆ!
Thessi vika er búin ad lída ansi hratt.. og ekki var thetta minn dagur í dag! Týndi bædi símanum mínum og hluta af búningnum sem ég er ad fara ad nota um helgina...! Fann reyndar símann minn aftur en.. ekki toppinn! Thad hljóta ad vera draugar hérna! En.. thad er sko ekki ad ástædulausu sem ég er køllud Laufey klaufey...!!!
Á sunnudaginn var æædislegt vedur! Ég var eiginlega bara í sólbadi allan daginn! var fyrst hérna heima en fór svo og hitti Stínu í Østre Anlæg sem er gardur rétt hjá thar sem hún býr. Thar lágum vid svo bara allan daginn og spjølludum, bordudum ís og drukkum bjór sem vinir hennar komu med.Ótrúlega næs.. nema ég sólbrann dáltid sem var ekkert mjøg thægilegt.. Svo fórum vid heim og bordudum pizzu og ég lærdi dansana sem vid eigum ad dansa í Hamborg.. vid førum thangad á morgun...vúhííí!! Annars var ég bara mest ad vinna alla vikuna.. og fór nokkrum sinnum í skólann ad æfa mig.. ekkert smá ædi ad geta loksins spilad eins og manni sýnist án thess ad nokkur banki á mann eda madur sé stressadur yfir thví ad einhver sé ad pirrast á manni! Enginn smá lúxus!! ;)
Í gær fór ég svo med Marie Kristine vinkonu minni til Nyborg. Vid fórum til thess ad hlusta smá á píanókeppni sem er í gangi thar núna og adeins ad fá krydd í tilveruna:) Vid fórum bara med lest eftir vinnu og tókum svo næturlestina tilbaka. Fengur okkur White Russian á voda næs kaffihúsi thar og svona. Svo ég er ansi threytt núna! en samt er ég á leidinni á sumargledi í skólanum... og vid leggjum af stad til Hamborgar kl 8 í fyrramálid...!! Thetta er úthald sem madur hefur;) um ad gera ad njóta thess medan madur er ungur og frjáls! Semsagt mikil studhelgi framundan..! :D
Vona ad thid eigid góda helgi.. Knús í krús... Lubbs
|

Saturday, June 12, 2004

Hæ hó!
Hvað er að frétta? Ég segi bara svona þokkalegt.. nema ég skil ekki alveg hvar góða veðrið er..! Ég hélt að það væri trygging fyrir því að það væri gott veður hérna alla sumarmánuðina..! En ég er greinilega á vitlausum stað, skilst að veðrið á klakanum sé miklu betra en hér þessa dagana! En bíðið bara.. ég er viss um að það eigi eftir að breytast! Ég er annars bara svona mest búin að vera í vinnunni síðustu viku.. Fór í afmælisveislu til einnar í trommuhópnum á þriðjudaginn þar sem við fengum lumomba og baileys og kökur og alles! Rosalega næs! Á miðvikudaginn fór ég svo og hitti nokkra krakka úr skólanum mínum gamla, þau voru að klára prófin sín. Í gær var svo stuttur vinnudagur og ég fór með Selmu, Rakeli,Öldu og Önnu á kaffihús og röltum aðeins í bænum. Kíkti svo aðeins aftur til þeirra í gærkvöldi.
En .. ég er búin að fá hjól..jibíí! Vinkona okkar úr trommuhópnum var svo sæt að lána mér hjólið sitt því hún var að fá nýtt! Hvað það er mikill munur! Ekkert smá æðislegt!
Já það þarf lítið til að gleðja litla sál:-P
Annars er ég held ég barasta í fríi um helgina og ætla að reyna að njóta þess!
Hey já....nýjustu fréttir.. ég held það stefni bara allt í að ég verði í Nice vikuna 22.-30. júlí!!! jibbííííí!!!!!! Reyndar aðeins of snemmt að fagna.. en samt jibbíí! Vonandi gengur það upp! Það er semsagt sumarnámskeið þar sem ég er líklega að fara á saman með Birnu úr Lhí og fleiri stelpum. Það verður æði.. sólarströnd og svona..:-)
En jæja, ég ætla að fara að gera eitthvað.. heyrumst
Góða helgi... Knús... Lubbs.
|

Monday, June 07, 2004

Hæ hæ!!
Ég vona ad allir séu hressir! Það er búið að vera rosalega fínt um helgina! Ég haltraði reyndar um allt, en ég held að fóturinn sé að lagast.. ég ætla allavega ekki að láta hann stoppa mig í að fara á karneval! Það þarf held ég meira til! En ég semsagt þurfti að vinna á föstudagskvöldið, það var fullt um að vera í bænum, einhverskonar menningarnótt, Aalborg by night. Allar búðir voru opnar fram eftir kvöldi, til örugglega 10, svo það var alveg fullt að gera hjá okkur líka. Ég bara hoppaði fram og til baka með veitingar til fólksins! Snemma á laugardagsmorgninum fór ég svo til Aarhus að hitta mömmu og pabba. Þau voru í kórferðalagi.Við fórum á röltið þar, hlustuðum á blásarahljómsveit löggunnar spila og syngja á útitónleikum og borðuðum ís og svona. Svo söng kórinn á tónleikum sem við auðvitað hlustuðum á, þá var Stína líka komin og eftir þá fórum við á kaffihús við kanalinn í Aarhus og það var alveg ææðislegt veður! Það er ekkert smá næs að sitja þarna við kanalinn! Um kvöldið fór ég með þeim í kvöldmat á stað sem heitir Bryggeriet.Við fengum mjög fínan mat og bjór sem var bruggaður á staðnum!
Það er ekkert smá fyndið að fara út með bara fullorðnu fólki sem er kemst vel í glas! Og er í kór í þokkabót! Kallarnir sungu eins og þeim væri borgað fyrir það og þembdu sig svo út að þeir ætluðu að springa! Þeir voru allir orðnir svo miklar hetjur og voru betri og betri söngvarar eftir því sem þeir drukku meira! Svo vorum við kvenfólkið, betri helmingarnir með skemmtiatriði líka.. og sungum fyrir þá! Þetta var mjög skemmtilegt!
Svo komum ég,mamma og pabbi til Álaborgar á sunnudaginn og þau skoðuðu aðstæður okkar Stínu! Við röltum bara um götur og garða Álaborgar og settumst niður á kaffihús í Gaden, og spjölluðum og höfðum það mjög næs. Svo fórum við í kvöldmat heim til mín, Peter eldaði mat. Enduðum kvöldið svo á kvöldgöngu á Gaden og gæddum okkur á bjór! Þau gistu hjá mér og ég fylgdi þeim svo á lestarstööina. Svo þetta var bara mjög vel heppnað!
Framundan er bara nokkuð margt skemmtilegt, sem ég segi ykkur frá jafnt og þétt.
Ég ætla að fara að koma mér á fætur, er að fara að vinna á eftir en þarf fyrst að finna afmælisgjöf handa einni í trommuhópnum sem ég er að fara í afmælis lumomba til í dag!
Knús til ykkar allra,, Lubbsa
|

Friday, June 04, 2004

Það er samt sko föstudagur í dag.. ekki fimmtudagur....
|

Thursday, June 03, 2004

Oh..ég er mesti klaufi í heimi!
Vikan er búin ad lída mjög hratt! Ég fór í vinnuna á þriðjudaginn og vann 13 tíma, og á miðvikudaginn líka! Konni sem ég er að vinna hjá opnaði semsagt nýja kaffihúsið sitt á þriðjudaginn svo ég er komin þangað í vinnu.Það er rosalega næs, það vantar bara aðeins meira að gera. Það kemur vonandi bráðum! Á miðvikudagskvöldið var ég þessvegna frekar þreytt, en ég fór samt til Söru og við fórum aðeins út að dansa, ég, Ástrós systir hennar og Þórdís sem Sara býr með. Ég entist nú ekki lengi, en það var gaman!Svo var ég að vinna í gær líka og eftir vinnu fórum ég og Peter til Anne, sem er vinkona okkar og kærastans hennar og svo kom Sofie, þær eru báðar í trommuhópnum með okkur.Við sátum úti í æðislegum garði rétt hjá þar sem þau búa oggrilluðum og drukkum hvítvín og rauðvín. Það var rosalega næs! En já.. ég er samt mesti klaufi! Ég labbaði til Söru í gær til að fá lánaða búninga sem ég ætla að dansa í á karnevali í Hamburg, búin að hlakka ekkert smá til að fara að læra dansana og dansa með, en þegar ég var á leiðinni frá henni, missteig ég mig svona hrikalega í tröppunum, og í dag get ég bara eiginlega ekki labbað!!! Algjör bömmer! Ég vona bara að þetta lagist fljótlega, ég get ekki beðið eftir að fara að dansa!! Er eiginlega komin með pínu fráhvarfseinkenni, sérstaklega af því að sjá þau alltaf! Svo ætlaði ég að fara í búðarrölt og alles,en ég verð að sjá til hvernig það gengur!Verð líklegast að segja við Konna að ég geti ekki unnið! Þvílíkt ástand!!!
En annars er ég að fara til Aarhus annað hvort í kvöld eða fyrramálið,til að hitta mömmu og pabba!!Jeiii!!!! Ég get ekki beðið!! Þau eru í kórferðalagi hérna og þau ætla svo að heimsækja okkur Stínu hingað til Áló á sunnudaginn:) Oh hvað ég hlakka til!
En ég held ég geti ekki sagt ykkur neitt meira spennandi, er svona nokkurnveginn komin niður á jörðina eftir Köben..
Risa knús til ykkar allra...Góða helgi! Lubbsa
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com