<$BlogRSDURL$>

Friday, July 29, 2005

vá ég hlakka til þegar ég fer að fá launað sumafrí! Geta notið sólarinnar með góða bók í höndum og hlusta á góða tónlist.. Þannig hefur síðasta vika verið. Atvinnulaus og með fyrirskipan frá lækni að hvíla mínar ástkæru hendur hef ég legið í einskærri afslöppun á sólpallinum okkar góða í kyrrðinni og sveitasælunni. Við mamma og pabbi höfum varla farið af pallinum, flatmagað allan daginn og grillað þar svo á kvöldin. Mjög huggó! En nú er eirðarleysið farið að segja til sín.. og ég orðin pínku pirruð á að gera ekki neitt.Hugsa að ég flýti ferð minni suður.. stefni á papaball í kvöld ef ég fæ einhvern með mér..
Vona að þið hafið það eins gott og ég...
Knús frá Akureyrensis..Lubbs
|

Monday, July 25, 2005

Ja hérna.. við urðum heimsfrægar á Ísafirði á einni nóttu.. ég get varla sagt annað! Fórum þrisvar í útvarpsviðtal og eitt blaðaviðtal á einum degi, og héldum svo tónleika fyrir næstum því fullum sal. Rosalega gaman! Gekk bara mjög vel. Fórum svo og kynntumst aðeins Langa Manga.. þeas. við Tobba, við fórum fram á það þar sem við höfum heyrt svo mikið um þann stað.. þar var trúbador Íslands.. Helgi Valur,, held ég? að spila fram á nótt, frekar góður sko! Enduðum svo í partýi hjá honum Hauki,,held ég?? og fórum svo heim..eða réttara sagt hlupum heim..það kom upp smá atvik;o) En svo allavega fór ég í smá ferðalag með mömmu og pabba, keyrðum suðureftir og þræddum suðurfirðina, stoppuðum á ýmsum stöðum á leiðinni. Gistum svo á Hótel Látrabjargi og fórum út á Látrabjarg á miðnætti og sáum æðislegt sólarlag, lunda og hval frá bjarginu. Næsta dag keyrðum við svo á Rauðasand sem er fallegasti staður sem ég hef komið á á Íslandi! Ég nenni ekki að lýsa honum hér,, hann er bara gorgeus! Fór meira að segja í sjóinn þar að baða mig:)
En nú er ég komin til Akureyrar í gott yfirlæti.. í nokkra daga frí og nýt þess að vera í sveitasælunni! Kem aftur í siðmenninguna eftir næstu helgi hugsa ég.
ps. veit einhver um vinnu handa mér?
knús
|

Wednesday, July 20, 2005

Tónleikarnir okkar gengu bara ansi vel! Troðfullt hús og uppklapp og allt:) Erum bara mjög ánægðar... Leiðin liggur svo til Ísafjarðar í dag..já, maður verður að fylgja frægðinni eftir.. :oP meðan eftirspurnin er mikil:oP Nei þetta var bara rosa gaman og þeir sem lesa þetta, takk fyrir að koma að hlusta og vera með okkur:)
Mér náttúrlega tókst að gera ýmislegt skondið á tónleikunum..gleymdi nótunum í eitt skiptið og þurfti að standa upp og labba út af sviðinu til að ná í þær, föðursystkini mín fóru að skellihlægja að mér, bara gaman að því. Svo var ég svo æst í að fara inn á sviðið að í eina skiptið sem ég átti ekki að vera á sviðinu labbaði ég ákveðin á eftir stelpunum en tók þá eftir því að þær voru að setja upp nótur sem ég átti ekki..svo ég þurfti bara að snúa við og labba aftur út.. held reyndar að fáir eða engir hafa tekið eftir því :D En þetta setti örugglega bara smá lit á þetta allt,, annars gekk þetta bara smurt og fólk barasta ánægt.
Hlakka til að endurtaka leikinn fyrir LANDSBYGGÐARFÓLK.. sem er ekkert verra en annað fólk;)
farin út í sólina..
Knús
|

Monday, July 04, 2005

Það sem gerðist annan daginn í vinnunni:
-afgreiddi mjög háan áfengisreikning hjá sömu kúnnunum, 15.000kr (það var miðvikudagur)
-Hot píanóleikarinn kallaði á mig með nafni;)
-fékk hrós fyrir brosmildi og einstaka þjónustulund
-var boðið á "date".. þáði það samt ekki þar sem maðurinn var búinn að drekka aansi mikið og mundi ekki einu s(inni á hvaða stað hann var)
-missti nokkur glös af bakka og 2 brotnuðu í mask
-For those involved...missti af dularfullu konunni

Síðan þá er ég búin að flytja inn í nýju íbúðina mína.. rosalega huggó! Erum ekkert smá ánægðar og hlakka til þegar hún verður endanlega tilbúin.
Snilldarlegt djamm með þokkafullu vinum mínum, Þórunni og Brynjari, þar sem skotmenn, ljósmyndarar, verðbréfasali (minnir mig) öryrkjar og fleira kom við sögu!

Annars bara tónleikar annað slagið og æfingar.
Já og afró-námskeiðið sem var um helgina.. bara eitt orð.. Frábært!Er bara með afró bakteríuna eða eitthvað.. bara rosa gaman þar.

Ætla ekki að auglýsa alla tónleikana okkar hérna, en ég get allavega sagt frá lokatónleikunum sem verða 19.júlí í Iðnó.
allir velkomnir
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com