<$BlogRSDURL$>

Tuesday, August 31, 2004

Thá er maður kominn aftur til Áló... og það er að bresta á.. skólinn byrjar á morgun! Skólasetning og morgunmatur.. væntanlega með gammeldansk;) og svo bara kennsla á fimmtudaginn! Það eru mjög blendnar tilfinningar hjá mér.. en ég tek bara einn dag í einu og hlakka dáltið til að hitta alla krakkana á morgun! Það er víst einhver leikjakeppni líka svo ég hlakka nú alveg pínu til á morgun:)
Ég kom hingað í morgun með næturlest og það var ekkert smá næs útlenskur kall í lestinni.Ég var alltaf að reyna að sofa en hann sat við hliðina á mér svo ég sat bara. En þegar við vorum ca hálfnuð þá færði hann sig svo ég gæti lagst og bjó alveg til kodda handa mér og allt..svo ég bara hraut það sem eftir var leiðarinnar!:)
Síðustu viku var ég í Reykjavík með Kris og við svosem gerðum ekkert sérstakt,dunduðum okkur bara.. fórum í sund,æfðum okkur pínu, fórum í kringluna og höfðum það gott:) Síðasta kvöldið fórum við í göngutúr niður að tjörn með Stínu og Þórnýju og drukkum bjór.. það var ótrúlega næs.. fullt tungl og stjörnubjartur himinn..!
En ég fór í bæinn í dag og hitti Selmu mína og við fórum á kaffihús með Hrafnhildi og Siggu vinkonum hennar sem búa á kollegiinu hennar líka.
Jæja.. ég er eitthvað voðalega dofin núna.. og hef ekkert skemmtilegt að segja ykkur... Nema..
Til hamingju með afmælið elsku mamma mín:)
þangað til næst.. knús í krús
|

Monday, August 23, 2004

Ég er búin að eiga æðislega viku á Íslandi! Hvað Ísland er nú fallegt land!:)
Þegar ég kom til Reykjavíkur var semsagt amma búin að búa til steik í kvöldmatinn með tilheyrandi og frændfólk mitt kom í afmælishátíðarkvöldmat mér til heiðurs:) Svo keyrðum við til Akureyrar daginn eftir og keyrðum kjöl með stoppi á Þingvöllum, Gullfossi og Geysi og Hveravöllum. Danska vinkona mín er nefnilega með mér og okkur langaði að sýna henni aðeins. Hún var og er alveg stórhrifin,, svo ég fylltist nú pinkulitlu stolti;) Það er líka alltaf næs að koma til Akureyrar, erum búnar að fara í sund og bara njóta lífsins. Um helgina fórum við svo í smá ferð,ég, Marie Kristine, og fjölskyldan mín+Jón Ingi. Við Kris fórum í hvalaskoðun frá Húsavík, keyrðum svo í Mývatnssveit og fórum í nýja baðið sem er komið þar ,, sem var alveg geggjað!Ekkert smá flott að það sé komið eitt svona "blátt lón" á norðurlandið:) Svo gistum við í sumarhúsi í Mývatnssveit og grilluðum og svona. Svo keyrðum við að Dettifossi, Hljóðaklettum og 'Asbyrgi..þennan týpíska túristahring:) sem var bara alveg ótrúlega gaman! Frekar langt síðan ég hef komið á þessa staði! Og æðislegt að upplifa með einhverjum sem hefur aldrei komið áður til Íslands og er stórhrifinn af náttúrunni!! Það var alveg æði! Svo nú förum við suður á morgun og ætlum að reyna að komast á hestbak í dag.. eða amk áður en ég fer út aftur eftir viku! Keyrum suður á morgun.. og ég vonast til að hitta sem flesta þar;)
Heyri í ykkur..
Knús.... Laufey
|

Monday, August 16, 2004

I dag er det Laufeys födselsdag.. hurra hurra hurra....!!
|

Thursday, August 12, 2004

Hæhæ.
Jæja.. thad eru bara 5 dagar thangad til ég á afmæli...víhú!! sem thýdir 5 dagar í ad ég kem til Íslands..víhú!!
Ég er farin ad fá smá fidring í tærnar yfir thessu øllu saman:)
En thad er búid ad vera ædislegt hérna sídustu daga! Um sídustu helgi var ég reyndar ad vinna ansi mikid, thví eigendurnir fóru útúr bænum og skildu mig, Stínu systur og eina stelpu í vidbót med stadinn..! en ég nádi samt ad era fullt fleira. Fór í bæinn og fá mér øl med Stínu og Símoni vini hennar, og vid sátum líka heima hjá honum og hyggudum. Hann er med ædislegar pínulitlar svalir heima hjá sér sem snýr út ad bakgardinum og ekkert smá ædislegt ad sitja thar ad kvøldi. Vid sátum thar med raudvín og Billie Holliday.. ekkert smá næs! Á laugardaginn hélt Peter smá afmælisveislu. Mamma hans og bródir hans og amma komu og svo vinkona hans, eda okkar kom og vid grilludum í gardinum og bordudum í steikjandi hita!!... 30 grádun amk ørugglega!
Fór svo med Selmu í friluftsbadid á mánudagsmorguninn og fór svo ad vinna. Á morgun er líka sídasti dagurinn í vinnunni..:) í bili allavega. Ekki thad ad thad sé leidinlegt.. en thad verdur samt næs ad fara í smá frí.. ádur en skólinn byrjar! Ég er semsagt stundatøfluna mína.. en hún er eiginlega bara hálfgerdur brandari.. fer og tala vid thau á skrifstofunni minni á føstudaginn.
en jæja.. ég er víst ad fara med Peter út.. erum ad fara ad heyra einn af uppáhalds dønsku gítaristunum hans spila...
Hlakka til ad sjá ykkur eftir nokkra daga...!
Knús.. Laufey

|

Friday, August 06, 2004

Halló flotta fólk!
Já.. thetta er ótrúlegt!Thad er bara frábært vedur dag eftir dag hérna núna! Enda er ég búin ad fá ansi miklar thakkir fyrir ad hafa tekid sólina med frá Frakklandi! Thetta er bara búid ad vera fínasta vika! Ég er búin ad senda Marie Kristine vinkonu mína hédan til Íslands, hún býr núna á hótel Thórnýju ømmu..hlakka til ad heyra hvernig henni líkar Ísland. Hún er ad fara í LHÍ í haust! Á mánudaginn grilludum vid í gardinum hjá Stínu.. ég,Peter og tveir vinir Stínu. Vid kveiktum bara á kertum og svona thegar dimmdi.Rosalega næs. Svo var ég bara ad vinna.. fór á kaffinámskeid í vinnunni thar sem var verid ma. ad kenna okkur ad búa til munstur í kaffibollana med mjólkurfrodu! Mjøg spennandi.. verdum alveg snillingar í kaffigerd eftir sumarid! Svo eyddi ég deginum í gær í ad liggja í sólbadi og kaupa afmælisgjøf handa Peter sem á afmæli í dag...! eins og Lára!!
Til hamingju med afmælid Lára! Vid hittumst reyndar eiginlega ekki neitt í dag svo ég tók hann í stadinn med mér á kaffihúsid mitt og vid bordudum súpu í braudi a La Konni og hann var rosalega hrifinn! Honum fannst thetta alveg meiriháttar.. hafdi aldrei séd svona ádur.. súpu borna fram í braudi! Thetta var í fyrsta skipti sem vid førum "út ad borda" saman.. svo thad var tími til kominn! Haldidi ad Peter hafi svo ekki tekid mig med sér á kajak!! Hann er alveg forfallinn kajak róari .. og ég bara beid eftir ad hann tæki mig med.. og vid fórum eftir matinn. Thad var rosalega gaman! Ædislegt vedur.. sjórinn eiginlega alveg spegilsléttur og allt kyrrt! Thad var ótrúlega næs! Thangad til ad thad sigldi bátur framhjá okkur rosalega nálægt.. og thad komu svo miklar øldur ad ég datt út í!!!! :oP audvitad! En thad var allt í lagi... sjórinn var bara volgur og ég fékk bara smá sundsprett í leidinni. Thad er pínu erfitt ad halda jafnvægi á thessu.. allavega svona í fyrsta skipti! En ég á sko pottthétt eftir ad fara aftur!!
Nú er bara rúm vika thangad til ég kem til Íslands.. sem thýdir .. rúm vika í afmælid mitt! Ég kem semsagt 16. ágúst:-D Vid Stína ætlum nefnilega ad vera samferda. Ég hlakka mikid til!
.. Ætla ad hætta núna... og fara út í sólbad og baka svo afmælikøku!!
Eigidi gódan dag.. sérstaklega thid sem eigid afmæli!
|

Sunday, August 01, 2004

Hæ! Thá er æðisleg Frakklandsferð yfirstaðin! Ég er alveg í skýjunum yfir henni og veit ekki alveg hvenær ég kemst niður á jörðina. Ég hitti Birnu og tvær aðrar íslenskar stelpur í Nice og við gistum allar á sama stað,hlið við hlið.Þetta var alveg æði! Blanda af strandaferðum, verslunar-og skoðunarferðum og tónlistarnámskeiðinu. Við hittum líka fullt af krökkum frá öðrum löndum..frábært fólk! Reyndar var skipulagið á námskeiðinu ekki mjög gott og við vorum orðnar ansi pirraðar síðast á því.. en það er víst yfirleitt þannig hjá Frökkum fengum við að vita. Gistingin var frekar slæm..þegar við tékkuðum okkur inn fengum við lök og klósettpappír.. það var enginn pappír nefnilega á klósettinu sjálfu! ..næs.. og herbergin voru ansi ólekker. En við eyddum heldur ekki miklum tíma þar.. komum bara til að fara í bað og sofa. Maturinn sem var boðið uppá var baguett med smjöri og sultu á hverjum einasta morgni og hádegismaturinn var alveg óætur!!! En annars kvarta ég ekki! Við skemmtum okkur ekkert smá vel..! Vorum alveg þær mest tékkuðu á svæðinu án efa!! Reyndar kom okkur dáltið á óvart hvað djammið var lélegt þarna.. við gerðum 2 tilraunir til að fara á almennilegt djamm,, en það bara eiginlega voru engir góðir staðir! Þangað til við þriðja síðasta kvöldið þegar við fórum með nokkrum krökkum af námskeiðinu út að borða og dansa salsa...! Það var geggjað. Við dönsuðum eins og óðar og enduðum á ströndinni í mjög skemmtilegum leik. Og þegar fólk var farið að tínast heim og bara -eg og Birna, norsk stelpa og tveir strákar.. fengum við okkur nætursund í sjónum við eldrautt tungl!! Alveg geggjað! Það var svona næstum því hápunktar ferðarinnar.. þótt ég geti varla dæmt um einn hápunkt.. það voru svo margir!! Svo kom ég ein við í Milano á leiðinni heim.. ég millilenti þar og átti að bíða á flugvellinum í 8 klukkutíma svo ég tók lestina inn í miðbæ og skoðaði mig um. Mjög falleg miðborg. En maður á ekki að ferðast einn þarna greinilega.Ég var þarna í ca 4 tíma og mér var boðið út af þremur ítölum og einum frakka á þessum tíma og ég þurfti að taka á honum stóra mínum til að losna við 2 þeirra sem bókstaflega eltu mig á röndum! alveg að lestarstöðinni til að hann gæti fullvissað sig um að ég væri ekki að ljúga!Þannig að passið ykkur á því!..en það var fínt að koma heim.. það er rosalega fínt veður og hátíðarhöld í Áló.. við vorum úti að dansa í gær, bæði skrúðgöngu með þúsundum sjóliða á eftir okkur.. og svo vorum við með 3 show fyrir gesti og svo einkaparty fyrir sjóliðana! Vöktum þvílíka lukku! Þessi hátið heitir Tall ship race, þar sem koma yfir 80 skip og bátar í höfnina frá fullt af löndum og það er hægt að skoða þau og svo er bara skemmt sér! Það var rosa gaman.
Núna styttist bara í að ég fari til Íslands og hitti fjölskyldu og vini.. það verður æði! Ég hlakka mikið til! Hefði rosalega viljað vera með stelpunum mínum í sumarbústað um síðustu helgi,, en það verður bara næst.. þetta er árlegur viðburður! Vonandi skemmtuð þið ykkur rosalega vel!
Hafið það gott... Knús... Lubbs
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com