<$BlogRSDURL$>

Friday, January 27, 2006

Hann á afmæl'í dag...hann á afmæl'í dag...Hann á afmæl'ann Mozart!! Til hamingju með daginn..

Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir eftir síðustu færslu hvort ég sé orðin ástfangin af einhverjum..nei kæra fólk ég er ekki orðin ástfangin af einhverjum.. fyrir utan alla vinum og fjölskyldu sem ég hef alltaf verið.. heldur það er bara svo gaman að vera til þessa dagana.. og engin svosem sérstök ástæða fyrir því.. það er bara svo gaman og skrítið fyrir mér að vera svona glaður í langan tíma í einu... ! Það er margt sem ég hef ástæðu til að vera leið yfir finnst mér.. en er það samt ekki.. og það er það sem mér finnst svo merkilegt.. ég ætla bara að njóta þess að vera glöð.. því um síðir nær stressið tökum á mér.. ég finn það á mér...
Lifið heil...!
|

Wednesday, January 25, 2006

Það er svo gott að fá svona sælutilfinningu,,líða bara frekar vel! Næstum því skrítið! maður ræður varla við sig...
|

Sunday, January 22, 2006

Haha..þið ættuð að sjá mig núna..!Eða mynduð ekki þekkja mig;) Það er alltaf gaman að breyta til..þrátt fyrir öflug mótmæli hér á blogginu tók ég samt þá ákvörðun að breyta hárinu mínu, en það er góð og gild ástæða fyrir þessu og verið bara róleg..það verður allt óbreytt eftir nokkrar vikur! jafnvel fyrr...
|

Wednesday, January 18, 2006

Jæja...fyrir þær örfáu en góðu hræður sem kíkja ennþá á þessa síðu;)

Lífið er bara ansi gott núna.. reyndar þyrfti ég smá spark í rassinn til að koma mér af stað í skólanum..!Það kemur.. Ferðin til Danmerkur var bara rosa fín.. Smá stress fyrstu dagana, en ég er nú bara frekar sátt við prófið..sumt hefði nú getað gengið aðeins betur, en er það ekki alltaf þannig? Svo fór ég til hennar Selmu minnar og Krissa og truflaði hana aðeins í próflestrinum:) neinei.. ég reyndi nú að vera sem minnst fyrir henni, en við höfðum það rosalega notalegt..! Takk ástin! Hótel Selma&Krissi klikkar ekki;)
Svo hitti ég Ayumi japönsku vinkonu mína í köben og gisti hjá henni..loksins..hef ekki hitt hana svo lengi!
Jólin voru bara góð, gott að vera í faðmi fjölskyldunnar..!
svo er afró komið á fullt aftur...oh..það er alveg þerapía útaf fyrir sig..það er svo gaman!

Ég ætla að koma mér í háttinn..það er bröns á morgun hér heima..þá mæta sætustu vinir mínir og við eigum stund saman. Ekki gleyma kæra fólk, hvað er yndislegt að eiga góða vini.. það jafnast ekkert á við það!
Lifið heil!
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com