<$BlogRSDURL$>

Monday, May 31, 2004

Jæææja..!! Skál fyrir æædislegri helgi!
Ég kom frá Køben í dag, threytt, glød og sólbrennd! Alveg eins og ég var búin ad vona!
..Rosalega skemmtileg helgi, æðislegt karneval! Ég lagði af stað á föstudaginn eftir vinnu og sat á gólfinu í troðfullri lest! Ég kom beint og sá fyrsta showið hjá hópnum.
Þau sýndu bæði á sviði og inni á milli bara á auðum bletti í garðinum, og vöktu mikla lukku! Það var rosalega gott veður, sérstaklega á í gær, og ég barasta fékk ansi mikinn lit í framan! Þau sýndu svo miðnætursýningu á föstudaginn og svo var bara gleði eftir það og dansað fram á rauða nótt! Á laugardaginn sýndu þau líka á sviðinu og svo eftir það bara fyrir gesti og gangandi. Á milli þess löbbuðum við bara á milli tjalda sem var búið að setja upp og þar var dagskrá allan tímann,alveg frá salsakennslu til Tom Jones eftirhermu og diskó-hljómsveitum!Æði. Fyrir utan að það var fuullt af fólki á svæðinu sem bara kom til að hygge. Fólk sat bara með teppi og nesti og fylgdist með. Svo var bara líka mikil gleði um kvöldið.. við dönsuðum eins og "vitleysingar" og skemmtum okkur rosalega vel!Vorum að næstum fram á morgun! Við vöknuðum mjöög mishress á sunnudagsmorgninum, sumir þunnir, aðrir þreyttir,, en flestir bæði! Það voru 2 show og svo bara vorum við að slappa af, liggja í sólbaði og fylgjast með. Við hlustuðum m.a á ´80 hljómsveit sem var ekkert smá fyndin, allir klæddir eins og diskó kóngar og hegðuðu sér þannig og spiluðu diskó lög í bland við ekta ´80 lög! Um kvöldið fórum svo ég og Sara (íslensk stelpa sem býr í áló) og systir hennar sem kom í heimsókn niður í bæ. Við fórum í keilu og settumst svo niður. Á sama stað var karókí og Sara manaði systur sína til að syngja.. sem hún gerði!! mikið stuð! Við Sara skemmtum okkur mikið að sjá hana syngja! En við fórum svo í garðinn aftur til að hitta hópinn. Við hjálpuðum við að taka aðeins til og svo var risa partý fyrir alla hópana sem sýndu á karnevalinu. Það var rosa partý.. alveg stappað af fólki. Það byrjaði fyrst kl 2 eða hálf 3 svo við bara dönsuðum og skemmtum okkur þangað til klukkan var alltí einu orðin 6 og þá ákváðum við bara að fara ekkert að sofa,því við áttum að mæta í lest og rútu kl. 8. Svo við bara dönsuðum og drukkum þangað til... Við Sara og Ástrós löbbuðum svo bara heim og keyptum okkur í morgunmat og borðuðum, fórum svo bara í sturtu og héldum heim. Mjög næs.. en það er búið að hafa sín eftirköst! Lá bara í sólbaði í dag og er búin að vera frekar dofin..
En ég er ekki frá því að þetta hafi bara verið næstum því betra en Álaborgarkarnevalið.. ég veit samt ekki. Fyndið hvað þetta eru ólík karnevöl. Þetta var allavega ekki síðra! Allir bara komnir til að hygge og skemmta sér.. það var engin keppni núna, þannig að það var ekki eins mikið "stress og pressa" eða eins stíf dagskrá. Ég bara vildi að þetta væri oftar á ári! Það er svo hrikalega skemmtilegt! Nú tekur bara aftur við hversdagsleikinn og vinna á morgun! Skrítið hvað maður fer hátt upp við svona skemmtilega helgi! Maður á alveg erfitt með að koma sér niður á jörðina aftur einhvern veginn..! Svo er bara að bíða eftir Hamburg!! Það er eftir 3 vikur.. og ég fer með sem dansari... Jeii!!! ekki bara fylgifiskur! :-)
úff.. jæja, ég hefði kannski getað skrifað skemmtilegar, en ég er bara ekki mjög hugmyndarík, er eiginlega bara of þreytt! Ætla bara að skella mér í rúmið! Ég bara varð að gefa ykkur smá mynd af helginni, varð að deila þessu með ykkur..Er svo "hátt uppi" ennþá! Æðisleg helgi! Get bara ekki beðið eftir næsta ári ef ég get farið aftur þá!
Jæja... góða nótt og knús. Vona að þið hafið það gott.. látið heyra í ykkur!!
Bæjó...Lubbs
|

Thursday, May 27, 2004

Jæja,ferdinni er heitid á Karneval í Køben. Brottfør eftir hádegi á morgun.
Eigid góda helgi og "heyrumst" thegar ég kem tilbaka.. vonandi sólbrún og glød!
Knús í krús..
Lubbs
|

Monday, May 24, 2004

Jæja... þá er karnevalið búið og mjög vel heppnuð helgi liðin!
Ég byrjaði á því að fara í ljós og klippingu á föstudaginn.Lét aðeins laga hárið, þynnti það og gerði það aðeins gellulegra. Svo sótti ég Dísu og Greip á lestarstöðina og við fórum á kaffihús og fengum okkur kaffi og samloku! Svo fór ég í Kong Hans(þar sem einn úr hópnum á heima) þar sem trommuhópurinn hittist til að fara í búninga og mála sig og svo var lagt af stað í skrúðgöngu! Það var ansi kalt en alltí lagi samt. Skrúðgangan endaði í Kildeparken þar sem keppnin fór fram. Það voru 12 hópar sem sýndu 10 mín.show hver. Vimoroz (hópurinn minn) komst áfram og það var mikil gleði! Ég, Dísa og Greipur fórum svo á Gaden og fengum okkur bjór og dönsuðum. Mjög skemmtilegt. Svo vöknuðum við Peter rúmlega 7 til að fara í morgunmat í Kong Hans og gera okkur klár fyrir daginn. Svo var haldið niður að höfn þar sem biðu okkar bátur. Það eru alltaf nokkrir hópar sem hefja skrúðgönguna á því að sigla á Limfjorden. Það gerðum við semsagt. Fengum okkur Gammel Dansk (kl.10) og sigldum svo af stað, með trommur í einni hendi og bjór í annarri. Það kom svo alveg hriiikalega leiðinlegt veður! ÍÍÍskalt og heeellirigning! Og við vorum öll gegnblaut! Það setti dáltinn skugga á þetta, en þegar við loksins komum í land hætti að rigna og það kom aðeins sól. Svo við drifum okkur í skrúðgönguna og gerðum það mjög gott þar. Hún endaði svo aftur í Kildeparken þar sem úrslitakeppnin fór fram. Það voru mjög flott show. Það er ótrúlegt hvað mikið af fólki klæðir sig út og kemur og tekur mikið þátt í þessu. Ótrúlega gaman!!! Það er ekkert smá mikið lagt upp úr því!
Ennþá skiptist á rigning og sól,en það gerði ekki mikið til. Showið hjá Vimoroz heppnaðist mjöög vel.. og við urðum í 2. sæti!!! Jeiii!!!! Ekkert smá æðislegt .. og þvílík gleði. Við fengum góðan 75000 kall fyrir! Það hefði sko heldur ekki verið séns eiginlega að vinna hópinn sem var í 1.sæti! Hann var frá Amsterdam og var roosalega flottur. Rosalegir búningar, óóótrúlegur dansari, gerði bara þvílíkt ótrúlega hluti, og svo endaði showið á að 2 stelpur komu inn naktar og það var bara búið að spreyja á þeim kroppana í silfruðu og gylltu! Það var mjög flott.. og féll auðvitað vel í kramið!
Heyrðu, svo fórum við bara heim og ég, Dísa og Greipur tókum okkur til og fengum okkur aðeins í glas og fórum svo að borða á Pizza Hut! Svo var þetta rosalega partý í Kong Hans fyrir trommuhópinn og sambahópinn Pocoloco sem var aðalkeppinautur okkar. (við unnum þau!!!) og vinir og vandamenn. Það voru örugglega um 6 manns þarna.. aðeins of margir! En það var búið að setja upp bar og búa til dansgólf.. svo við vorum eiginlega bara á dansgólfinu! Ég held að við höfum dansað frá ca.10 eða hálf 11 til 3 !! með nokkrum pásum! Rosalegt stuð. Svo ákváðum við að drattast í bæinn en þegar við komum þangað vorum við orðin svo þreytt.. að við bara nenntum ekki að dansa.. vorum búin að fá nóg. Þannig að við fórum á Burger King og svo bara heim í háttinn!! Þetta var rosalegt stuð! Dísa og Greipur fóru nefnilega síðan með lestinni kl. hálf 10 í gærmorgun, svo við vorum ansi þreytt þegar við vöknuðum í gær! Enda var dagurinn í gær hálf svona sljór eitthvað hjá mér. Var bara í leti þangað til um kaffileytið þegar ég mætti með sætabrauð í kaffi til Selmu. Við sátum úti á svölum í sólinni og spjölluðum! Mjög næs. Svo sofnaði ég bara eldsnemma. En þetta var rosalega skemmtileg helgi.. vildi ad hún væri ekki búin!
Nú tekur víst bara grár hversdagsleikinn við.. þarf að mæta í vinnuna eftir tæpan klukkutíma þannig að ég þarf að fara að taka mig til!
Vonandi hafið þið átt góða daga.. Hafið það gott.
Risa knús frá Lubbu
|

Thursday, May 20, 2004

Hæ:)
vonandi hafid thid átt góda daga.. dagarnir verda betri og betri hérna med hækkandi sól á lofti og hækkandi hitastigi! Thad er líka ad bresta á karneval á morgun og ég fór med Auymi, japanskri vinkonu minni og tókum forskot á sæluna á barnakarnevali í dag. Vid fórum á kaffihús og fórum svo í Kildeparken thar sem karnevalid fer fram og fengum okkur kandífloss og nutum sólarinnar! Mjøg næs!Ég fékk svona adrenalín-flashback vid ad sjá svidid og heyra tónlistina.. og thid getid trúad hvad er "hrikalegt" ad geta ekki fengid útrás fyrir thetta..heldur thurfa ad standa fyrir framan svidid og sjá hópinn minn dansa án mín!! úff madur... thetta verdur svekkjandi-og ég tala nú ekki um ef thau standa uppi sem sigurvegarar!! Thá verdur madur svekktur;) En thad er ekki hægt ad gera allt! Ég er ad komast ad thví;)
En Dísa vinkona mín úr skólanum er ad koma á morgun og fær ad upplifa karneval! thad verdur ekkert smá gaman! Ég held barasta ad ég verdi í fríi úr vinnunni alla helgina.. svo thad verdur ædi! Annars gengur bara vel ad búa hér.. var dáltid stressud thví ég er nú ekki sú reynslumesta í thessu, en thad er bara mjøg næs! Thad gengur hinsvegar ekki eins vel med nágrannana.. Peter á rosalega fínan flygil hérna heima, en nágrannarnir eru ekkert voda hrifnir af thví ad thad sé spilad mikid. Their banka nefnilega í gólfid thegar madur á ad hætta ad spila,og thad er strax búid ad gerast nokkrum sinnum! En thad er svo erfitt stundum ad hætta thegar flygillinn alveg kallar á man ad láta spila á sig!! Svo ég fer ad fá lykil ad skólanum og fara thangad ad spila..
jæja.. ég ætla ad halda áfram ad med daginn!!:)
Eigid gódar stundir.
Risa knús ... Lubba
|

Monday, May 17, 2004

Hej allesammen!
Thad er komid suumar í Danmørku! Labbadi heim úr vinnunni á hlýrabol seinnipart dags,, thad var mjøøg heitt!:D
Thad er ekki mikid ad frétta.. thad nálgast karneval.. og ég hlakka bilad til! Reyndar sagdi vinnuveitandinn minn í dag ad thad væri ekkert víst ad ég gæti verid í fríi á laugardaginn.. en ég mun gera hvad sem er til thess! Ég er búin ad hlakka svo til!
Svo er Dísa ørugglega ad koma á føstudaginn og vinur hennar. Dísa er vinkona mín úr skólanum.. svo thad verdur ædi! En já.. fyrir thá sem ekki vita thad, thýdir karneval fyrir mér afró dans, trommur, flottir búningar, óendanleg skemmtun sem endar á frábæru partýi í frábærum félagsskap! Ef thad verdur eins og sídasta ár.. sem thad verdur ørugglega! Svo thid getid trúad ég hlakka til!
Allir í hópnum eru farnir ad undirbúa sig.. kaupa brúnkukrem og svona, og fá sér fullt af skarti! Ég fór ádan ad skipta um naflalokk.. en konan á stofunni sagdi ad ónæmiskerfid mitt væri eitthvad ekki sátt vid ad hafa gøt í líkamanum, eins og mig grunadi!!.. sem skýrir ýmislegt! En ég ætla ad thrjóskast vid og prófa. Keypti nefnilega mjøg flottan lokk!
En jæja.. ég er ad fara ad sauma búninga ..
Heyrumst.. bæjó spæjó
|

Sunday, May 16, 2004

Til hamingju Úkraína ..!
Ég er mjøøg ánægd med sigurlag gærkvøldsins! Mér fannst thau geggjad kúl! Ég alveg fíla dansana theirra í botn og svidsframkomuna! Ég er allavega mjøg sátt! Hvad er annars med thessa keppni? Thad kom bara hvert lagid á fætur ødru sem var annadhvort hallærislegra,djarfara og hreinlega bara leidinlegra! Án thess ad ég vilji vera neikvæd! Ég held ad hápunktur keppninnar hafi verid showid sem var á medan atkvædin voru talin! Geeggjad flott!!! Eda thegar konan festi skóinn sinn í gólfinu:D En thetta var hørkugaman´! Ég og Stína fórum til Søru og Thórdísar og horfdum á thetta!Thar voru nokkrir samankomnir til ad horfa. Svo endudum vid á thví ad fara adeins í bæinn. Thad var ekki ætlunin thví vorum svooo threyttar! En Stína vildi koma vid og tala vid tvo vini sína á leidinni heim. En thad endadi med thví ad vid fengum okkur bjór og fleiri bættust í hópinn og svo komumst vid í svo mikid dansstud ad thad vard óumflýjanlegt ad fara á dansgólfid! Thad var ædi.Sko.. danskir strákar eru held ég bara their allra skemmtilegustu dansfélagar sem madur fær! Their svoleidis theyta manni um gólfin eins og ekkert sé sjálfsagdara og snúa manni í eins marga hringi og madur tholir! Hrikalega gaman! En svo fór ég nú bara heim ad sofa! Nú er ég bara ad bída eftir ad Peter komi heim frá Aarhus og thá ætla ég ad fá hann med mér út í góda vedrid sem er úti:D
Eins og thid sjáid er ég búin ad setja svona comment link inn á síduna .. viljid thid ekki segja eitthvad svo ég sé ekki ad bladra vid sjálfa mig.. ég nenni thví nú ekki! :) Thetta er nú einu sinni gert fyrir ykkur;-)
Hafid thad nú gott og njótid dagsins!!
Knús í krús
Lubba
|

Saturday, May 15, 2004

Thá er dagurinn mikli yfirstadinn.. og hvad ég held ad Frederik og Mary séu pínu fegin núna! En dagurinn í gær var undirlagdur tessum mikla vidburdi! Thad voru fánar á strætóum og á theim stódu hamingjuóskir til brúdhjónanna, fólk yfirgaf vinnustadi sína snemma til ad fara heim fyrir framan sjónvarpid sem var med útsendingar frá kl.06.30 til midnættis.. ef ekki lengur. En audvitad kom fólk vid hjá okkur og tók med sér veislumat heim.. og óskadi okkur gledilegs brúdkaups!!! Thetta er frekar ótrúlegt finnst mér:D
Hann má nú reyndar eiga thad hann Frederik ad hann var med roosalega rædu fyrir "elskuna" sína ad madur gat ekki annad en fengid smá fidring í magann fyrir hennar hønd.
En thad er annars ekki mikid ad frétta.. var í vinnunni í dag líka.. og bara slatti ad gera. Í gærkvøldi fór ég í heimsókn til Selmu og vid horfdum á Monster. Hún var bara ansi gód! Peter fór til Aarhus í gær svo ég er bara ein heima um helgina. Ég komst ekki med út af vinnunni. Stundum vildi ég ad ég væri dani.. eda sko thid vitid.. hafi sømu réttindi og Danir... fyndist ykkur ekki ædi ad fá ca. 50000 kr. í gjøf frá ríkinu í hverjum mánudi fyrir ad vera í háskóla? Sérstaklega á sumrin.. ég væri sko alveg til í thad núna.. sleppa thví ad mestu ad vinna.. og bara geta æft mig.. spilad og notid góda vedursins!! En thad thýdir lítid ad kvarta...!! Ég hef thad svosem ad sumu leyti betra en sumir adrir hérna. Ég sat med vinkonu minni fyrir utan hús ádan og hún var ad kvarta yfir thví ad thurfa ad vera inni ad gera projekt allan daginn..og alla vikuna, sem hún á ad skila fyrst eftir 2 vikur.. og thar á eftir koma svo einhver próf..! og fæstir fá sumarfrí frá skólanum fyrr en í lok júní.. thannig ad ég hef thad kannski ekki svo slæmt midad vid thad..! Thad væri samt ekki slæmt ad fá bara borgad fyrir ad æfa sig á sumrin.. thegar madur er nú einu sinni í thannig námi ad madur getur ekki tekid frí í heilt sumar!
En thad fer ad lída ad eurovision.Ég og Stína systir ætlum til Søru, ísl. stelpa sem býr hér ad horfa á thad. Thótt thad fari ad lída ad thví ad madur nenni thví ekki lengur. Vid horfdum á forkeppnina.. og ég segi nú bara úff.. hversu mørg leidinleg løg er hægt ad búa til?? allavega.. mér fannst mørg frekar hallærisleg! Sjáum hvad gerist í kvøld!
Góda skemmtu thid sem ætlid ad horfa.. og ég tala ekki um thá sem ætla í júró-partý!!
Risa knús... Laufey
|

Friday, May 14, 2004

Hæ allir!
Vona ad thid séud hress:) Thad er bara allt gott ad frétta. Madur er svona ad venjast thví ad vera fluttur inn til kærastans.. en thetta lofar bara mjøg gódu..
Ég er byrjud ad vinna adeins, er med vinnu hjá íslenskum manni sem á samlokustad svo ég er í thví ad búa til samlokur fyrir svanga Dani á daginn. Thad er bara ágætt. Hann er reyndar ad fara ad opna annan stad hinumegin vid gøtuna sem á ad vera kaffihús og ég verd flutt thangad thegar hann opnar. Annars er ég búin bara ad hitta vini og vandamenn sídustu daga, mjøg næs. Thad er svo næs hérna.. í gær til dæmis var ég ad spila undir í søngprófi í skólanum hjá Stínu, sem gekk bara mjøg vel, og eftir thad thá settumst vid bara út í rosa gódu vedri og drukkum bjór.. og thad voru allir ad gera thad sama. Ekkert smá næs stemming. Fyndid ad á fimmtudegi í skólanum sætu bara fullt af fólki ad "hygge sig" med bjór.. ég sé thad fyrir mér í skólanum á Íslandi!
Annars er stór dagur í dag.. Thad er konunglegt brúdkaup Frederiks og Mary og thad er allt ad fara í háaloft! Thad eru auglýsingar úti um allt, og lokad á mørgum stødum útaf thví. Ég fór td. um daginn á løggustødina og thar voru stórar auglýsingar um lokun frá hádegi í dag. Konni yfirmadur minn var ad hugsa um ad hafa lokad útaf thví ad thad verdur ørugglega hrikalega fáir í bænum.. thad verda allir heima ad horfa á thetta. En svo var hringt og fólk var ad panta veislumat.. ørugglega til ad snæda yfir áhorfinu!! Thannig ad spennan er í hámarki! Mér finnst thetta bara fyndid eiginlega!!
En jæja.. ég tharf ad fara ad koma mér í vinnuna..
Hafid thad bara sem allra best...
Knús.. Laufey spaufey
|

Sunday, May 09, 2004

Halló!
Thá er madur kominn til Álaborgar! Thad er mjøg næs! Ég lenti á fimmtudagskvøldid og fór bara beint inn í Køben thví ég nennti ekki ad bída í 4 tíma á Kastrup. Ég labbadi bara inn í bæ og kíkti á mannlífid og tók svo næturlestina. Thad gekk bara fínt fyrir utan ad vid thurftum ad fara úr lestinni á midri leid og fara med rútu hluta af leidinni og svo aftur med lestinni sídasta spølinn. Frekar pirrandi thví thá gat madur ekki sofid almennilega!Og svo var slatti af fullu fólki sem sat og spjalladi hástøfum alla leidina! Svo thad var mjøg gott ad vera komin! Ég "hljóp" bara til Peters, og bjó til pønnukøkur med súkkuladi, kókos og bønunum handa mér í morgunmat..mmmm og svo fórum vid med stræto í hyttetur med trommu-og danshópnum! Thad var líka ædi ad hitta alla thar! Thau eru ad undirbúa show fyrir karnevalid sem er eftir 2 vikur. Mjøg flott.. ég er frekar svekkt yfir ad dansa ekki med! Thetta er thvílíkt gaman..!! En allavega.Ég fór sídan heim í gærkvøldi og fór á Íslendingagrill thar sem Ratatoskur var ad spila.. (Stína, Jón + 3 adrir strákar sem búa hér) Thad var mjøg gaman líka.. var tharna á dansgólfinu í trylltum dansi og í svaka studi. Svo thetta er bara gód byrjun á dvølinni:)
Ég vona ad thid hafid thad gott .. Hafid thad gott..
Ég ætla út ad njóta góda vedursins.
Knús.. Lubba
|

Thursday, May 06, 2004

Jæja.. vegna fjölda áskorana ætla ég að prófa að blogga.. en ég get ekki lofað ykkur hversu lengi það endist!
Lára bjó þetta til fyrir mig svo ég ætla allavega að láta á þetta reyna.
Fyrir þá sem ekki vita.. er ég nefnilega að yfirgefa landið og fara til Álaborgar.. aftur! ég verð amk. í sumar.
Ég held að það sé komin smá spenningur í mig núna,, er búin að vera pínu stressuð síðustu daga. En eftir 4 tíma legg ég af stað til Keflavíkur og verð komin til Álaborgar í morgunsárið.
Ég á samt eftir að sakna góðra vina og fjölskyldu!! En ég hlakka bara til að sjá ykkur aftur!
Hafið það gott.. og Risa knús í krús!
Laufey
|

Monday, May 03, 2004

Halló.. just checking
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com