<$BlogRSDURL$>

Monday, February 20, 2006

Það er svo erfitt að geta ekki gert allt sem mann langar til vegna peningaleysis..! Það er dáltið svekkjandi.. og ekki hægt að fá sér bara vinnu til að ná sér í pening því það er ekki tími...! Erfitt þetta líf.. ha?
Mars er alveg að bresta á og þá verður BA ritgerðin tekin með trompi.. skrifuð á methraða á fagmáli!!
Skipulagning sumarsins er í fullum gangi og ekki er laust við að spenningur sé fyrir því líka.. þótt enn sé stress að púsla þessu saman með ofangreint vandamál í huga í fjármálunum og að velja og hafna... en það er gott að hafa meira að gera en lítið.. er það ekki?

Um síðustu helgi var gala dansleikur sem heppnaðist bara ansi vel.. kvöldið endaði á Næstabar með tilheyrandi ævintýrum:) Um næstu helgi er síðan frændsystkinahittingur þar sem frænkur frá Noregi koma og litlasystir og það verður glens og gaman, enda ekki svo oft sem tækifæri gefst til að vera öll saman!
Ekki gleyma vetrarhátíðinni.. það er mjööög margt um að vera.. meðal annars kramhússýning þar sem ég mun stíga á svið ásamt afróhópnum og hrista kroppinn..
Sýningin er á Nasa á fimmtudagskvöld.. að ég held kl.21:00
Góðar stundir!
|

Wednesday, February 15, 2006

Ég nenni ekki að blogga...en af því að Selma mín er búin að vera lasin og bað mig um þetta geri ég það fyrir hana:) Það er alveg fullt að gera í skólanum, þriggja daga masterklass og einkatímar hjá Tellef Juva vini mínum frá Noregi og í næstu viku kemur finnsk kona og er með masterklass og einkatíma! Svo það þýðir ekkert að slá slöku við þótt næsta vika eigi að vera frívika í skólanum:) Er að skila einni ritgerð á morgun og svo fer ég að gefa sjálfri mér spark í rassinn og byrja á BA ritgerðinni! Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt! Útskriftartónleikar eftir 2 og hálfan mánuð..jæks!! Láta hendur mínar standa framúr ermum, sem btw eru ekki að meika daginn í dag.. þessi bévítans kúla sem lætur sjá sig annaðslagið er alveg að blómstra í dag og þá þýðir ekkert annað en að sýna vægð!
Annars ætla ég að benda öllum á sem hafa ekkert að gera næsta fimmtudagskvöld að leggja leið sína á NASA þar sem verður haldin vetrarhátíð kramhússins, þar verður sýndur afródans meðal annars...oh.. það verður gaman!!! Og á föstudaginn er gala-dansleikur tónlistardeildar!

Núna verð ég hinsvegar að koma mér aftur í skólann að kenna krúttlegu nemendum mínum að spila á píanó!
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com