Linkar
Archives
- 05/01/2004 - 06/01/2004
- 06/01/2004 - 07/01/2004
- 07/01/2004 - 08/01/2004
- 08/01/2004 - 09/01/2004
- 09/01/2004 - 10/01/2004
- 10/01/2004 - 11/01/2004
- 11/01/2004 - 12/01/2004
- 12/01/2004 - 01/01/2005
- 06/01/2005 - 07/01/2005
- 07/01/2005 - 08/01/2005
- 08/01/2005 - 09/01/2005
- 10/01/2005 - 11/01/2005
- 11/01/2005 - 12/01/2005
- 12/01/2005 - 01/01/2006
- 01/01/2006 - 02/01/2006
- 02/01/2006 - 03/01/2006
- 03/01/2006 - 04/01/2006
- 04/01/2006 - 05/01/2006
- 05/01/2006 - 06/01/2006
- 06/01/2006 - 07/01/2006
- 08/01/2006 - 09/01/2006
- 01/01/2007 - 02/01/2007
- 02/01/2007 - 03/01/2007
- 03/01/2007 - 04/01/2007
- 05/01/2007 - 06/01/2007
- 06/01/2007 - 07/01/2007
Friday, October 28, 2005
oh...bömmer!:( Ekki er neitt útlit fyrir að ég komist norður eins og planið var í dag! ekkert búið að fljúga og ekki útlit fyrir að mikið verði gert af því í dag! Var farin að hlakka til.. og góða fjölskyldan mín sem ætlaði að hjálpa mér! Jæja..maður verður að reyna að gera gott úr þessu samt... Fyrsti snjór og óveður vetrarins þurfti að koma eina daginn sem ég var búin að manna ´mig upp í flug og dugnað..jahérna. En þýðir nokkuð að gefast upp?
Mig langar að auglýsa samt eftir góðum enskumælandi, sem getur þýtt smá texta fyrir mig.. ég er ekkert rosa góð í því sjálf...vill einhver vera svo góður?
|
Mig langar að auglýsa samt eftir góðum enskumælandi, sem getur þýtt smá texta fyrir mig.. ég er ekkert rosa góð í því sjálf...vill einhver vera svo góður?
Wednesday, October 26, 2005
Mikið er gaman þegar nemendur manns taka framförum.. það er svo gaman að hrósa þeim og sjá hvað þau verða glöð og ánægð með sig. Og svo kemst maður hjá því að segja það sama aftur og aftur og hætta á að þau missa áhugann. Svo eru framfarirnar svo miklar þegar þetta eru byrjendur.. jæja allavega.. þetta er gaman.
Við þórunn,Brynjar og Þorbjörg fórum og héldum uppá afmælið hennar Dísu okkar í dag á Te og Kaffi þar sem besta súkkulaðikaka í borginn fæst.. amk sem ég veit um! Hún er svakaleg! Vona að Dísan okkar hafi notið dagsins!
Ein vangavelta (er það sagt??) .. Það er eiginlega alveg á mörkunum að Ísland sé byggilegt í þessum kulda..Það tekur 2 tíma að ná í sig hita eftir að hafa verið úti í hálftíma!
|
Við þórunn,Brynjar og Þorbjörg fórum og héldum uppá afmælið hennar Dísu okkar í dag á Te og Kaffi þar sem besta súkkulaðikaka í borginn fæst.. amk sem ég veit um! Hún er svakaleg! Vona að Dísan okkar hafi notið dagsins!
Ein vangavelta (er það sagt??) .. Það er eiginlega alveg á mörkunum að Ísland sé byggilegt í þessum kulda..Það tekur 2 tíma að ná í sig hita eftir að hafa verið úti í hálftíma!
Tuesday, October 25, 2005
Í morgun þegar ég var á leið í skólann var lítil kisa í þvottahúsinu niðri.. þegar ég kom heim áðan var hún þar ennþá og bar sig svo illa.. mjálmaði stanslaust og nuddaði sér uppvið mig. Ég hringdi í eigandann því hún var dáltið langt að heiman. Hún verður sótt á eftir.. en hún er svo sæt að mig langar ekki að hún fari.. situr á sófanum hjá mér og malar. Ætti ég að segja við konuna að hann hafi stungið af útum gluggann og halda honum? ..æ nei.. greyið stelpan sem á hann! Fæ mér frekar nýjan..er það ekki?
Um helgina var nú alveg nóg um að vera.. Þórný var í heimsókn til að fara á airwaves.. Á laugardaginn tókum við smá "flipp" og dönsuðum á degi skólavörðustígsins .. sko ekki bara við Stína heldur allur afróhópurinn.. það var ííískalt en fólk var nú alveg hrifið.. reyndum að finna karnevalsstemminguna eins og í danmörku forðum ,, en það tókst ekki alveg! Kalda Ísland.. En við fengum beiðni um aðra sýningu sem verður auglýst betur þegar nær dregur:)
Um kvöldið var matarboð hjá einni úr hópnum og svo fórum við aðeins í bæinn.. það var fínasta skemmtun!
Sunnudagskvöldið var samt eiginlega skemmtilegast þegar ég fór í óperuna að sjá hana Þórunni.Hún stóð sig eins og hetja og er bara snilld! Ég mæli fullkomlega með að sjá þessa sýningu! Hún er rosalega flott! Æðisleg tónlist.. Og Þórunn alveg æði;)
Næstu dagar munu einkennast af lærdómi og æfingum.. þar sem stress er orðið ansi mikið fyrir ritgerðina. Vona að þetta takist á réttum tíma!
Annars er hungrið farið að segja til sín svo ég ætla að fá mér í svanginn.. og reyna að ná í mig hita áður en ég fer aftur út.. það er frekar erfitt!
|
Um helgina var nú alveg nóg um að vera.. Þórný var í heimsókn til að fara á airwaves.. Á laugardaginn tókum við smá "flipp" og dönsuðum á degi skólavörðustígsins .. sko ekki bara við Stína heldur allur afróhópurinn.. það var ííískalt en fólk var nú alveg hrifið.. reyndum að finna karnevalsstemminguna eins og í danmörku forðum ,, en það tókst ekki alveg! Kalda Ísland.. En við fengum beiðni um aðra sýningu sem verður auglýst betur þegar nær dregur:)
Um kvöldið var matarboð hjá einni úr hópnum og svo fórum við aðeins í bæinn.. það var fínasta skemmtun!
Sunnudagskvöldið var samt eiginlega skemmtilegast þegar ég fór í óperuna að sjá hana Þórunni.Hún stóð sig eins og hetja og er bara snilld! Ég mæli fullkomlega með að sjá þessa sýningu! Hún er rosalega flott! Æðisleg tónlist.. Og Þórunn alveg æði;)
Næstu dagar munu einkennast af lærdómi og æfingum.. þar sem stress er orðið ansi mikið fyrir ritgerðina. Vona að þetta takist á réttum tíma!
Annars er hungrið farið að segja til sín svo ég ætla að fá mér í svanginn.. og reyna að ná í mig hita áður en ég fer aftur út.. það er frekar erfitt!
Friday, October 21, 2005
...og einmannaleiki
|
Stundum þarf svo lítið til að tárast! Það er alveg ótrúlegt.. Ekki nema eitt eða tvö falleg orð.. fallegt lag..maður heyrir samtal góðra vina, eða bara eitthvað. Heyra systur sínar hlægja að bröndurum hvor annarrar. Það er stundum ferlegt að vera svona viðkvæmur! en það er samt erfitt að ráða við það..
|
Saturday, October 15, 2005
Þegar ég var á leið út í gærkvöldi að hitta hana Selmu mína, kemur annar nágranni minn í kjallaranum og kallar til mín.."ekki koma inn!" ég hrekk í kút og hugsa nú eru þau búin að tapa glórunni og ætla að fara að bögga mig..hún er greinilega í mikilli geðshræringu og mjög æst. Ætla að fara bara út en spyr hana afhverju svona til að vera ekki dónaleg, þá er hún með síma í hendinni að hringja á slökkviliðið því það var víst kviknað í í næsta stigagangi! Það var þá skýringin.Ég fór út og þá kemur reykjarmökkur út um gluggan í íbúðinni við hliðina á þeim og rúðurnar höfðu sprungið ..Eftir smástund var löggan búin að loka götunni, 2 slökkviliðsbílar og 2 sjúkrabílar mættir á staðinn með sjúkrarúm.Það var mjög óþægilegt að vita ekkert hvort einhver var inní íbúðinni eða hvað gerðist..
Ég get varla ímyndað mér hvernig það er að koma heim ef það hefur orðið bruni og allt dótið manns væri bara ónýtt.. Allskonar dót sem er bara ekki hægt að fá bætt.. myndir og bréf og svona persónulegir hlutir! Það hlýtur að vera skelfilegt!
Ég dreif mig samt af stað og tók túr á kaffihús með Selmu, reyna að koma henni inn í miðborgarmálin hér í Reykjavík:) Annars er stefnan tekin í leikhús í kvöld, og svo lærdómur.
Verið góð við hvert annað.
|
Ég get varla ímyndað mér hvernig það er að koma heim ef það hefur orðið bruni og allt dótið manns væri bara ónýtt.. Allskonar dót sem er bara ekki hægt að fá bætt.. myndir og bréf og svona persónulegir hlutir! Það hlýtur að vera skelfilegt!
Ég dreif mig samt af stað og tók túr á kaffihús með Selmu, reyna að koma henni inn í miðborgarmálin hér í Reykjavík:) Annars er stefnan tekin í leikhús í kvöld, og svo lærdómur.
Verið góð við hvert annað.
Tuesday, October 11, 2005
..heimboð og yfirát heldur áfram!! Annað matarboð í kvöld,er nýkomin heim og er algjörlega sprungin!Aftur!!! Í þetta skipti var það álaborgarsaumó, með veisluborði og tilheyrandi slúðri.. kex og ostar,mexikóskur matur og ís og marssósa í eftirrétt!Jámm..býst við að fötin fari að springa utanaf mér með þessu áframhaldi!
en klukkan er margt og ég þarf snemma á fætur..píanóið kallar!
Góða nótt
|
en klukkan er margt og ég þarf snemma á fætur..píanóið kallar!
Góða nótt
Sunday, October 09, 2005
úff! Nú fer ég hrikalega södd að sofa eftir barnaafmæli og saumaklúbb!.. full af heitum brauðrétti og kökum!er eiginlega afvelta! vill einhver afganga?
|
Saturday, October 08, 2005
oh..ég þoli ekki kringluna! Kringlan er orkusuga,tímaeyðsla og bara hreint og beint leiðinleg! Og á laugardegi eins og í dag var stappað af fólki..! og það er yfirleitt þannig í þau örfáu skipti sem ég fer þangað, og þá geri ég það alveg tilneydd! ætlaði að skreppa þangað á 3 staði, en það endaði á því að taka rúma 2 klukkutíma og við systur komum frekar pirraðar heim. en mér tókst samt að gera það sem ætlaði,ma. kaupa afmælisgjöf fyrir Sunnu Birnudóttur sem er með afmælisveislu á morgun:)m
en heppnin var alveg með mér um daginn,þegar ég gat ekki valið hvort ég ætti að fara á tónleika eða á afrísku myndina,, ég náði að fara á bæði! við tobba skelltum okkkur á myndina kl hálf 6 og svo beint á tónleika á eftir,, það var bæði í háskólabíói..svo við vorum rosa heppnar.
í kvöld er svo eiginlega bara lærikvöld, ætlaði í leikhús með fallega fólkinu,þórunni og brynjari og greipi, en það var uppselt:( svo mun húsið mitt ilma af köku því það verður kökubakstur hjá mér í kvöld fyrir saumó á skúló annaðkvöld!
Selma er nefnilega að fljúga til íslands og ég get ekki beðið eftir að hitta hana!
en eigiði gott kvöld elskurnar mínar.
guð ég gleymi að minnast á afrótímann í dag.. það er ekki hægt! jíha hvað var gaman! þetta var með skemmtilegri tímum námskeiðsins..nei..sá skemmtilegasti! 3 trommarar,, dansað alveg á fullu..allir í brjáluðu stuði og svitinn lak af öllum! Ef þetta er ekki eitt af því mest orkugefandi.. jah..þá veit ég ekki hvað!
|
en heppnin var alveg með mér um daginn,þegar ég gat ekki valið hvort ég ætti að fara á tónleika eða á afrísku myndina,, ég náði að fara á bæði! við tobba skelltum okkkur á myndina kl hálf 6 og svo beint á tónleika á eftir,, það var bæði í háskólabíói..svo við vorum rosa heppnar.
í kvöld er svo eiginlega bara lærikvöld, ætlaði í leikhús með fallega fólkinu,þórunni og brynjari og greipi, en það var uppselt:( svo mun húsið mitt ilma af köku því það verður kökubakstur hjá mér í kvöld fyrir saumó á skúló annaðkvöld!
Selma er nefnilega að fljúga til íslands og ég get ekki beðið eftir að hitta hana!
en eigiði gott kvöld elskurnar mínar.
guð ég gleymi að minnast á afrótímann í dag.. það er ekki hægt! jíha hvað var gaman! þetta var með skemmtilegri tímum námskeiðsins..nei..sá skemmtilegasti! 3 trommarar,, dansað alveg á fullu..allir í brjáluðu stuði og svitinn lak af öllum! Ef þetta er ekki eitt af því mest orkugefandi.. jah..þá veit ég ekki hvað!
Wednesday, October 05, 2005
jahérna, það er allt að verða vitlaust,lömbin mín, ég skal gera lokatilraun:)
og ég hef víst verið klukkuð af bæði Nonna og Dísu amk svo nú legg ég hausinn í bleyti..
1.ég elska rigningu.Mér finnst æði að fara út í hellidembu í öllum fötunum og láta rigna á mig.(Það gildir samt bara þegar ég get farið beint inn aftur og skipt um föt,ekki þegar ég er á leiðinni eitthvert og þarf að vera rennandi blaut þar)
2.Ég þoli ekki að labba undir hluti. Td vinnupalla, eins og sett er upp þegar verið er að gera við hús,finnst það ferlega óþægilegt,finnst eins og það hrynji bara alltí einu þegar ég er að labba þar. OG já,það gildir líka um svona staura sem gyrða af bílastæði!
3.ég elska lítil svört börn,kolsvört eða blönduð..langar að eignast eitt þannig einn daginn. Langar líka að búa í afríku einhvern tímann..
4.ég get bara sofnað á vinstri hliðinni..ég man varla eftir því að hafa nokkurn tímann sofnað á þeirri hægri..
5.ég vildi að ég væri undrabarn.
Þar hafiði það.. ég gæti nú svosem haldið áfram, en þeir sem þekkja mig vita meira um mig.
já.. lenti í dálitlu óhuggulegu áðan. Var í afró og við vorum á leið út í horn að gera æfingar yfir gólfið þegar ein stelpan datt alltí einu niður og fékk flogakast. Hún fékk mjög mikla krampa og reif í hárið á sér og já.. bara stóð yfir í 2 mín og svo rankaði hún við sér. Bara skrítið og óþægilegt að horfa upp á þetta..á erfitt með að venjast því þótt ég hafi nokkrum sinnum lent í þessu áður..
annars er lífið bara ágætt þessa dagana.. tónleikaprógram nokkurnveginn komið á hreint og dagsetningin ákveðin.. jæks.. ! en það er bara gaman.´
Annað kvöld eru svo tónleikar sem ég ætla að fara á, Grieg konsertinn og sinfó, á sama tíma er afrísk mynd á kvikmyndahátíðinni sem mig dauðlangar að fara ... bögg!
En píanókonsertinn togar nú samt meira.. ;)
jæja.. ég ætla að lesa eina grein um fúgur og fara svo að sofa.. verið góð dúfurnar mínar:)
ps. for those involved, hvað er málið með hóstann í kjallaranum.. hættir þetta aldrei?
Knús í krús
|
og ég hef víst verið klukkuð af bæði Nonna og Dísu amk svo nú legg ég hausinn í bleyti..
1.ég elska rigningu.Mér finnst æði að fara út í hellidembu í öllum fötunum og láta rigna á mig.(Það gildir samt bara þegar ég get farið beint inn aftur og skipt um föt,ekki þegar ég er á leiðinni eitthvert og þarf að vera rennandi blaut þar)
2.Ég þoli ekki að labba undir hluti. Td vinnupalla, eins og sett er upp þegar verið er að gera við hús,finnst það ferlega óþægilegt,finnst eins og það hrynji bara alltí einu þegar ég er að labba þar. OG já,það gildir líka um svona staura sem gyrða af bílastæði!
3.ég elska lítil svört börn,kolsvört eða blönduð..langar að eignast eitt þannig einn daginn. Langar líka að búa í afríku einhvern tímann..
4.ég get bara sofnað á vinstri hliðinni..ég man varla eftir því að hafa nokkurn tímann sofnað á þeirri hægri..
5.ég vildi að ég væri undrabarn.
Þar hafiði það.. ég gæti nú svosem haldið áfram, en þeir sem þekkja mig vita meira um mig.
já.. lenti í dálitlu óhuggulegu áðan. Var í afró og við vorum á leið út í horn að gera æfingar yfir gólfið þegar ein stelpan datt alltí einu niður og fékk flogakast. Hún fékk mjög mikla krampa og reif í hárið á sér og já.. bara stóð yfir í 2 mín og svo rankaði hún við sér. Bara skrítið og óþægilegt að horfa upp á þetta..á erfitt með að venjast því þótt ég hafi nokkrum sinnum lent í þessu áður..
annars er lífið bara ágætt þessa dagana.. tónleikaprógram nokkurnveginn komið á hreint og dagsetningin ákveðin.. jæks.. ! en það er bara gaman.´
Annað kvöld eru svo tónleikar sem ég ætla að fara á, Grieg konsertinn og sinfó, á sama tíma er afrísk mynd á kvikmyndahátíðinni sem mig dauðlangar að fara ... bögg!
En píanókonsertinn togar nú samt meira.. ;)
jæja.. ég ætla að lesa eina grein um fúgur og fara svo að sofa.. verið góð dúfurnar mínar:)
ps. for those involved, hvað er málið með hóstann í kjallaranum.. hættir þetta aldrei?
Knús í krús
Tuesday, October 04, 2005
´já ég veit..þetta er hrikaleg frammistaða. Þessi síða er eiginlega dauð.. en ef ég fæ nógu margar áskoranir þá skal ég gera eina lokatilraun..:)
|